Hönnunarkeppnin '07

Síðustu uppfærslur

Úrslit í Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands liggja fyrir:

Sigurvegarar Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands 2014:


Mekatronik
  • Arinbjörn Kristinsson    Keilir (Mekatróník hátæknifræði)
  • Thomas Edwards         Keilir (Mekatróník hátæknifræði)    
  • Fanney Magnúsdóttir   American International Continental University

Frumlegasta hönnunin:


Fallöxin
  • Andri Orrason             HÍ (Vélaverkfræði)
  • Jóhann Þorvaldsson     Tækniskólinn
  • Snorri Tómasson         HÍ (Iðnaðarverkfræði)
  • Sonja Orradóttir          MR

Besta hönnunin:


Acrylic Power
  • Sigurbjörn Jónsson               HÍ    (Hugbúnaðarverkfræði)
  • Ragnar Smári Ragnarsson     HÍ    (Vélaverkfræði)
  • Melkorka Rún Sveinsdóttir     Hí    (Vélaverkfræði)

Keppnin

Hönnunarkeppnin verður haldin í HÖRPUNNI í Silfurbergi laugardaginn 8. febrúar kl. 12:00, á sama tíma og UT-messan.

 

Búist er við hörku keppni og allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Skráning liða fer fram á tölvupóstfanginu honnunarkeppni@gmail.com.


 


Keppnin í ár fer þannig fram að farartæki er komið fyrir innan upphafsreits á byrjunarpalli.

Á leið tækisins á endapall þarf að:

  • Komast yfir vatn

  • Komast yfir rúllubraut

  • Taka upp tennisbolta

  • Sprengja blöðru eða klippa á bandið sem heldur henni fastri við brautina

  • Skila boltanum í gegnum gat

Tímatakmörk eru að hámarki 2,5 mínútur.

Stigagjöf og aðrar reglur má sjá nánar hér fyrir neðan.

Verðlaun

Aðalstyrktaraðilar keppninnar í ár eru Nýherji og Marel. Verðlaunin sem fyrirtækin veita eru ekki af verri endanum.

Marel veitir verðlaun fyrir fyrsta sæti í keppninni :
  • Sigurlið keppninnar hlýtur peningaverðlaun frá Marel að upphæð 400.000.- kr.

Nýherji veitir verðlaun fyrir:

Bestu hönnun:

  • Vinninga frá verslun Nýherja að andvirði 200.000.- kr

Frumlegustu hönnun:

  • Vinninga frá verslun Nýherja að andvirði 200.000.- kr



Regluverk (með fyrirvara um breytingar)

1.  Í það minnsta einn liðsmaður keppnisliðsins verður að vera nemi eða starfsmaður Háskóla Íslands.

2.  Hver liðsmaður má aðeins vera skráður í eitt lið.

3.  Tækið má ekki stofna áhorfendum, dómurum eða öðrum þátttakendum í hættu.

4.  Tækið má ekki kosta meira en 30.000 kr. ísl. að mati dómnefndar.

5.  Tækið verður að komast fyrir í 40*40*40 cm kassa við upphaf keppni.

6.  Tækið má ekki vega meira en 10 kg.

7.   Allir liðsmenn þurfa að vera viðstaddir við brautina á keppnisdegi. Hægt er að sækja um sérstaka undanþágu frá þessari reglu.

8.    Að minnsta kosti einn keppandi þarf að lýsa virkni tækisins fyrir áhorfendum á keppnisdegi.

9.    Við upphaf tímatöku þarf tækið að snerta efri pallinn og vera innan kassans við byrjun brautar. Tækið má ekki byrja hangandi á rörinu.

10.  Hvorki tæki né keppendur mega skaða brautina.

11.  Ekki má notast við lifandi verur í keppninni.

12.  Allar auglýsingar af hálfu keppenda eru bannaðar.

13.  Lið fá 30 sekúndur til að stilla tækinu upp fyrir tímatöku.

14.  Eftir að tímataka hefst mega keppendur ekki koma við tækið né stjórna virkni þess á nokkurn hátt.

15.  Keppendur skulu vera við enda brautar (þar sem tækið byrjar keppnina) þar til viðureign lýkur.

16.  Tækið má ekki skilja eftir hluta tækisins í brautinni.

17.  Keppandi má ekki beita beinu afli á tækið þannig að það taki af stað. Það má því t.d. ekki ýta tækinu af stað heldur þarf tækið að taka af stað mekanískt.

18.  Ef ekkert tæki nær að klára brautina (og safna öllum stigunum) þá sigrar það tæki sem hefur safnað flestum stigum.

19.  Ef tvö eða fleiri lið eru með jafnmörg stig, þá vinnur það tæki sem kemst lengst eða klárar á betri tíma.

20.  Tímataka hættir þegar tækið hefur skilað boltanum í gegnum gatið, en við það kviknar ljós.

21.  Boltinn má ekki snerta brautina til þess að vera talinn "tekinn upp".

22.  Þegar að tímatöku lýkur getur tækið ekki safnað fleiri stigum í þeirri umferð.

23.  Tímatakmörk eru að hámarki 2,5 mínútur.

24.  Úrskurðir dómnefndar um vafaatriði eru endanlegir.

ATH: Svör við fyrirspurnum gilda sem reglur.


Stigagjöf - 9 stig (með fyrirvara um breytingar)

  • 1 stig Fyrir lið sem hefur keppendur af sitthvoru kyni (lið með tvo eða fleiri liðsmenn eiga því aðeins möguleika á þessu stigi.)

  • 1 stig Komast yfir vatn

  • 1 stig Komast yfir rúllubraut

  • 1 stig Snerta neðri pallinn

  • 1 stig Taka upp boltann

  • 2 stig Sprengja blöðruna eða klippa bandið sem heldur henni við pallinn í sundur

  • 2 stig Setja bolta í gegnum gatið (við það kviknar ljós)


Mál og braut (með fyrirvara um breytingar)

ATH:

Allar málsetningar eru í cm

Málvik eru 1 cm




Rúllubraut:

Rúllubrautin er 65,5 cm að lengd.

Hver sívalningur er 4,5 cm að þvermáli.

 

Bolti:

Boltinn verður verður Dunlop training tennisbolti
~65 mm í þvermál
~58 g að þyngd

 

Blaðra:

Blaðran er staðsett 10 cm frá veggnum, fest með tvinna og verður 20-30 cm í þvermál.

Í henni verður helíum og verður hún úr gúmmíi (venjuleg uppblásin partý-blaðra).

Blöðrurnar fást í Partýbúðinni í Skeifunni, kosta 35 kr./stk og 250 kr./stk með helíum (stinnari týpan).


Rör:

Rörið er 4,85 cm að þvermáli.

Rörið er úr galvaníseruðu járni (venjulegu pípulagnaefni).

 

Spurt og svarað

----------------------------------------------------------------------------
Úr hvaða efni er rörið og hver er þykktin ?

- Rörið er galvaníserað járnrör (venjulegt pípulagnaefni) og er 4,85 cm að þvermáli. Keppendum býðst að mæla allar þær stærðir sem þeir vilja þegar búið er að smíða brautina og prófanir hefjast.


----------------------------------------------------------------------------
Hve langur er skráningarfresturinn?
 - Ekki er búið að ákveða hvenær skráningarfresturinn rennur út en það verður stuttlega fyrir keppni, mögulega í janúar. Það verður auglýst síðar.

----------------------------------------------------------------------------
Varðandi reglu 21
  
  "Boltinn má ekki snerta brautina til þess að vera talinn "tekinn upp"."

Er s.s. hægt að skila boltanum í gatið án þess að hafa "tekið hann upp" ef honum er rúllað að veggnum og hann snertir vegginn á leiðinni í gatið?

 - Já, boltinn verður á einhverjum tímapunkti einungis að snerta tækið til þess að vera talinn "tekinn upp". Ef boltanum er rúllað eftir brautinn þar til hann fer í gegnum gatið og snertir þannig alltaf brautina þá er hann ekki talinn "tekinn upp" og því fæst ekki stig fyrir að taka boltann upp.


----------------------------------------------------------------------------
Ef ég sprengi blöðruna eftir að ég skila boltanum í gatið, fæ ég þá stig fyrir að sprengja blöðruna?

- Nei, þegar boltanum hefur verið skilað í gegnum gatið lýkur tímatökunni og þá er ekki hægt að safna fleiri stigum í þeirri umferð (sjá reglu 20 og reglu 22).


Hægt er að senda fyrirspurnir á honnunarkeppni@gmail.com

Nefndin

Þórarinn Már Kristjánsson, formaður

  • thorarinnm@gmail.com

Helga María Jónsdóttir

  • helgamjons@gmail.com

Jakob Rolfsson

  • jakobrolfs@gmail.com 

 

Hægt er að senda fyrirspurnir á honnunarkeppni@gmail.com